Upplifðu græna, sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi, Hellisheiðarvirkjun Upplifðu græna, sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi, Hellisheiðarvirkjun

Upplifðu græna, sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi, Hellisheiðarvirkjun

Við erum staðsett innan um mosa og hraun í stórbrotinni íslenskri náttúru

Jarðhitasýningin er opin alla daga:

  • 1. nóv – 31. mars kl. 09:00-16:00
  • 1. apríl – 31. okt kl 09.00 – 17.00

Gestum jarðhitasýningarinnar gefst einstakt og spennandi tækifæri til að fræðast um jarðvarma og sjálfbæra orku á Íslandi.

Jarðhitasýningin fræðir þig um hvernig við nýtum jarðvarmann til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Njótið gagnvirkrar og fræðandi sýningar og fræðist um samstarf okkar við Carbfix, sem er leiðandi lausn í að sporna við loftlagsbreytingum með því að breyta CO2 í stein. 

Tilvalinn viðkomustaður á leið þinni yfir Hellisheiðina til að skoða sýninguna, hlaða bílinn og fá þér létta hressingu.

Hafðu samband: s. 591-2880   netfang: syning@on.is

Hér fyrir neðan getur þú bókað hljóðleiðsögn og fengið 10% afslátt.
Fyrir hópabókanir sendu okkur póst á syning@on.is

Velkomin á heimili Orku náttúrunnar!

Það eru margar ástæður til að staldra við á sýningunni auk þess að fræðast um sjálfbæra orku, starfsemi virkjunarinnar og tengda starfsemi. Gestir geta notið fallegs landslags í heimsókn sinni með kaffibolla í hönd og spjallað við þekkingarmikið starfsfólk okkar.

Gefðu þér tíma til að slaka á í Agndofa, fjölskynjunar upplifun sem virkjar skynfærin með innblæstri frá náttúru Hengilssvæðisins. Minjagripaverslun okkar er byggð upp af staðbundnum vörum og íslenskri hönnun.

Fylltu á vatnsflöskuna, bættu hleðslu á bílinn þinn eða kíktu við á leiðinni á fjölbreyttar gönguleiðir á Hengilssvæðinu.

 

Mjög flott sýning!


Vantar þig hleðslu?

Fyrir framan sýninguna er 50kw hleðslustöð ON fyrir rafbíla og í versluninni getur þú fundið fjölbreytt úrval vistvænna minjagripa ásamt annarri vöru. Hluti af vörunum eru framleiddar á Hengilssvæðinu.

Kíktu í kaffi og njóttu náttúrunnar

Hvort sem þú ert að fara í göngu um Hengilssvæðið eða á sýninguna þá er tilvalið að kíkja í kaffi á opnunartímum.

Í kaffihorninu okkar getur þú fengið kaffi, te og kalda drykki.

Allt sem þú þarft að vita um jarðhitasýninguna

Hvar er sýningin staðsett?

Jarðhitasýningin er staðsett í Hellisheiðarvirkjun, við Hengilinn, um 25 km austur af Reykjavík.

Hvenær er opið?

Alla  daga frá 09:00 til 16:00 (vetraropnun) / 17:00 (sumaropnun).

Er sýningin aðgengileg hreyfihömluðum?

Allir hlutar sýningarinnar eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla.

Hvernig kemst ég þangað?

Akandi, fylgdu þjóðvegi 1 á leið austur, í um 25 km frá miðbæ Reykjavíkur. Næg, gjaldfrjáls bílastæði rétt við innganginn.

Hvað tekur hver skoðunarferð að jafnaði langan tíma?

Skoðunarferð tekur á bilinu 20-60 mínútur, allt eftir áhuga viðkomandi gesta. Boðið er upp á hljóðleiðsögn fyrir einstaklinga.
Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa 10 manns eða fleiri á syning@on.is.

Hvaða hvíti reykur er þetta? Er þetta loftmengun?

Alls ekki! Þetta er 99,63% hrein gufa eða H2O – Vatn.